Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verð­met­ur Síld­ar­vinnsl­un­a yfir mark­aðs­virð­i í fyrst­a skipt­i í 30 mán­uð­i

Í fyrsta skipti í þrjátíu mánuði er verðmatsgengi hlutabréfagreinanda fyrir ofan markaðsgengi Síldarvinnslunnar. „Hvort það endurspegli stöðuna á markaðnum eða hvort Jakobsson Capital sé mun bjartsýnna á slorið en markaðurinn er erfitt að segja. Óvissan er mikil en sveiflur markaðarins eru oft eins og sveiflur í loðnugöngum,“ segir í nýju verðmati en gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður útgerðarinnar verði orðinn hærri 2026 en hann var „metárið 2023.“

Telja að „bestu dagar Airbnb séu fram­undan“

Sjóðstjórar Paragon Fund telja að bestu dagar Airbnb séu framundan og að félagið muni auka enn frekar við markaðshlutdeild sína á næstu árum. Paragon Fund uppskar 130 prósenta ávöxtun á hálfu ári við kaup á hollensku fjártækni fyrirtæki sem lækkaði verulega eftir lélegt uppgjör. Sjóðstjórunum þótti viðbrögð við uppgjörinu ýkt og hófu að fjárfesta í bréfum Adyen. Þeir telja að undirliggjandi rekstrarframlegð Amazon samstæðunnar eigi mikið inni.

„Leið­rétt­ing­ar eru hlut­i af mark­aðn­um og þær skal ekki ótt­ast“

Það kæmi sjóðstjórum Paragon Fund ekki á óvart ef bandaríski hlutabréfamarkaðurinn myndi taka „smávægilega leiðréttingu á næstunni“ eftir talsvert miklar hækkanir undanfarna mánuði. Þær voru að hluta byggðar á væntingum um lækkun stýrivaxta. „Leiðréttingar eru hluti af markaðnum og þær skal ekki óttast,“ segir í bréfi til fjárfesta sjóðsins en þar er bent á að jafnaði lækki S&P 500 vísitalan um 14 prósent frá hæsta punkti til þess lægsta innan hvers árs.

Kostn­að­ur vegn­a end­ur­skip­u­lagn­ing­ar hjá Arctic Advent­ur­es lit­ar af­kom­un­a

Talsvert var um einskiptiskostnað hjá Arctic Adventures vegna starfsmannabreytinga og endurskipulagningar á innra starfi félagsins á árinu 2023. Þótt tekjur hafi aukist um 37 prósent dróst hagnaður nokkuð saman af þeim völdum. Fyrirtækið keypti Kerið í Grímsnesi í fyrra en samkvæmt fjárhagsupplýsingum frá Arctic Adventures námu fjárfestingar í fasteignum og landi tæplega tveimur milljörðum.

Of ströng beit­ing sam­keppn­is­lag­a hindr­un við upp­bygg­ing­u fjar­skipt­a­inn­við­a

Æskilegt er að fjarskiptafyrirtæki geti í meira mæli haft samstarf um uppbyggingu á 5G neti og öðrum fjarskiptainnviðum. Það hefur enda sýnt sig að skynsamleg samnýting innviða lækkar verð til endanotenda og þannig er hægt að koma nýjustu tækni fyrr til notenda. Samkeppnislög hvað þetta varðar eru ekki endilega vandamál hérlendis heldur fremur beiting þeirra, segir forstjóri Mílu.

Sjá meira